WCS
  • Home
  • About
  • Donate
  • Blog

10/22/2018

Fruman

0 Comments

Read Now
 
Í október lærðum við mikið um frumur, við lærðum að það eru til margar gerðir frumna t.d. blóðfruma, taugafruma o.fl.
Frumum er hægt að skipta í tvo flokka plöntufrumur og dýrafrumur en þessar frumur eru báðar heilkjörnungar.
Plöntufrumur eru grænar frumur, þær hafa frumuvegg, frumuhimnu, grænukorn með blaðgrænu, frumukjarna, stóra safabólu, umfrymi, hvatbera, golgikerfi, prótínverksmiðjur og litningar.
Dýrafrumur eru næstum alveg eins nema að dýrafrumur hafa ekki grænukorn, frumuvegg og ekki stóra safabólu.
Ég talaði áðan um að dýrafrumur og plöntufrumur eru bæði heilkjörnungar, heilkjörnungar eru frumur sem hafa kjarna og öll líffæri hafa sinn stað.
Dreifkjörnungar er andstæðan, dreifkjörnungar hafa ekki kjarna og í þeim er allt bara fljótandi út um allt.
Í tímunum þá skoðuðum við einu sinni sáðfrumur í smásjá. Við teiknuðum líka frumur og lærðum mörg hugtök um frumur. 
Í viku 2 í október þá lærðum  við á spjaldtölvur og töluðum mikið um fótsporið sem maður lætur eftir sig á netinu sem var mjög skemmtilegt.
En ég held að ég sé bara búin núna. 

Share

0 Comments



Leave a Reply.

Details

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    November 2018
    October 2018
    September 2018

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home
  • About
  • Donate
  • Blog